Hlustaði á Vilhjálm frænda minn Egilsson útskýra það í Kastljósinu að andstaða Samtaka atvinnulífsins gegn skötuselsfrumvarpinu snerist fyrst og fremst um náttúruvernd og hversu skaðlegt það verði fyrir orðspor Íslands á alþjóðavettvangi að stjórnmálamenn skuli ekki fara eftir ráðleggingum vísindamanna varðandi nýtingu auðlindanna.
Þetta er athyglisverð stefnubreyting.
Ég vænti þess SA láti þessa stefnu gilda á öðrum sviðum auðlindanýtingar. Eftirleiðis munu samtökin tæplega krefjast þess að ráðherrar snúi við umsögnum stofnanna, s.s. varðandi mat á umhverfisáhrifum.
En þótt Jón Bjarnason valdi Samtökum atvinnulífsins vonbrigðum í þessu máli, getur Vilhjálmur þó huggað sig við að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra starfar í samræmi við þessa nýtilkomnu stefnu SA og mun gera áfram.