Til eru vísindamenn sem halda því fram að sykursjokk (það fyrirbæri þegar börn verða óð af nammiáti) sé ekki til.
Þessa menn legg ég að jöfnu við þá fræðinga sem hafna því að helförin hafi átt sér stað eða liðið sem veðjar á vitsmunalega þróun í stað þróunarkenningar Darwins.
Auðveldlega má líta á daginn í dag sem stórkostlegan sigur vísindanna, þar sem milljónir barna munu með reynsluathugun styrkja enn í sessi kenninguna um sykursjokkið.