Arg! Þessir helv. hornskápar á Mánagötunni eru fáránlega rammgerðir!
Hefur einhver heyrt um forskalaða skápa inni í innréttingu fyrr?
Á dag og kvöld tókst mér að brjóta niður skápinn umhverfis strompinn.
Þá er bara eftir fataskápurinn af ganginum, sem ég ætla að innlima í eldhúsið.
Vonir standa til að hann sé ekki alveg jafnmassívur. Á það minnsta er múhúðin bara utan á skápnum, ekki ekki á báðum hliðum eins og í hinum.
Þetta mun ríða mér að fullu. Ég er lurkum laminn eftir kúbeinið.
– En á móti kemur að plássið í eldhúsinu stóreykst.
# # # # # # # # # # # # #
Technology and Culture kom í gær. Aldrei þessu vant var þar ekkert að finna sem mig langar sérstaklega að lesa. Helst grein um þróun flugiðnaðarins í Þýskalandi samanborið við Bandaríkin e. fyrri heimsstyrjöldina.
Hvern er ég að blekkja – ég á aldrei eftir að lesa þessa grein!