Hrollur

Eftir tvær vikur lýkur þessu þriggja mánaða feðraorlofi mí­nu og vinnan tekur við. Það er skelfileg tilhugsun.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun skal haldið til Vestmannaeyja – flogið verður frá Bakka.

Þar sem lagt er snemma af stað, en leikurinn er ekki fyrr en um kvöldið, er eins gott að taka með sér lesefni. Fyrir valinu verður ferða- og sögubók um St. Kildu sem rituð var á áttunda áratug ní­tjándu aldar. Mér ætlar að ganga hægt að losna við St. Kildu-delluna. Alltaf var það nú á dagskránni hjá okkur Steinunni að skrifa saman grein um þróunina í­ skrifum fræðimanna og ferðalanga um St. Kildu frá sautjándu öld til okkar daga. Ekki vantar heimildirnar hér heima, því­ við eigum u.þ.b. 8-9 bækur um St. Kildu. Okkur vantar raunar bók Martin Martins, sem er upphafið af þessu öllu. Sú bók er löngu ófáanleg, en til á Þjóðarbókhlöðunni.

Ójá.