Grátur og gnístran tanna…
…nú ertu kominn til að kveðja – nú ertu kominn ti-i-il að kveðja-a-a…
ístsæll bíllinn minn, Mazda 323, árgerð 1987, dó í gær. Andlátið bar sviplega að, enda hafði bíllinn verið í þokkalegu standi eftir tvær bráðaaðgerðir á bílaverkstæði Edda K á vormánuðum. En í gærmorgun fékk hann slag og drap á sér á ljósunum á mótum Flókagötu og Lönguhlíðar. Síðdegis tókst að lífga hann við með raflosti, en það reyndist tálvon ein því upp úr kvöldmat drap hann aftur á sér í grennd við Landspítalann á mótum Hringbrautar og Laufássvegar.
Að öllum líkindum var það alternatorinn sem gaf sig að þessu sinni og ljóst er að bílnum hefði mátt koma í lag með einfaldri viðgerð, en þar sem ákveðið var að skipta gamla rauð út með haustinu, var alveg eins gott að hringja strax í Vöku.
Og þannig standa málin í augnablikinu. Ég er sem sagt bíllaus og byrjaður að þræða bílasölurnar og snúa öllu við í leit að smápeningum upp í ný bílakaup.
Stuna!