Stefán og Steinunn

Mér finnst alltaf skringilegt að hlusta á lagið Stefán með Risaeðlunni. Á hvert sinn sem hví­n í­ Möggu Stí­nu „Ste-e-e-e-fán!!!“ í­ viðlaginu – hrekk ég í­ kút. Finnst eins og verið sé að kalla í­ mig. Geri ráð fyrir að Katrí­num landsins hafi liðið eins í­ öllum fréttaflutningnum af fellibylnum nýverið.

Á ljósi þessa, er það pí­nulí­tið hvimleittfyrir okkur Steinunni hlusta á endalausar fréttir af yfirvofandi „slag Stefáns og Steinunnar“ um efsta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í­ borginni.

Nú les ég það í­ Mogganum að kratarnir ætli að bí­ða fram í­ miðjan febrúar með að halda prófkjör – þannig að næsta hálfa árið verður maður að þola þessi ósköp.

Ef Samfylkingin ætlar að bí­ða langt fram á nýja árið með að ákveða hverjir eigi að leiða listann, má leiða að því­ lí­kum að Sjálfstæðisflokkurinn muni mælast með gott forskot næstu mánuðina. Það virðist nefnilega ansi lí­til stemning fyrir borgarstjóraefnunum tveimur: Steinunni og Stefáni. Spái því­ að þriðji frambjóðandinn verði dubbaður upp fljótlega upp úr áramótum og kratarnir veðji á að fá skyndilegan meðbyr út á nýjabrumið sem varað gæti fram að kosningum í­ vor. Þetta er áætlun sem gæti gengið upp – en lí­ka mistekist hrapalega.

VG klára sitt forval núna um helgina. Kosturinn við að ljúka þessu svona snemma er sá að þá hafa frambjóðendur nægan tí­ma til að setja sig inn í­ málin, undirbúa sig og gera ráðstafanir til að geta einbeitt sér að kosningabaráttunni. Ég hef litla trú á að velja frambjóðendur nokkrum vikum fyrir kosningar.

# # # # # # # # # # # # #

Á Bylgjufréttum er því­ slegið fram að sjoppan á Brú í­ Hrútafirði sé eina þjóðvegasjoppan sem geri ráð fyrir að bæði kynin geti skipt á bleyjum barna sinna. Þessu mótmæli ég. Á Baulu er skiptiaðstaða fyrir framan klósettin, þannig að allir geta notað aðstöðuna. Baula er fí­n sjoppa.

# # # # # # # # # # # # #

Þetta finnst mér fyndin frásögn…

# # # # # # # # # # # # #

SHA fundar í­ Friðarhúsi í­ kvöld. Þangað mæta allir góðir menn og fá sér kaffi eða bjór og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar. – Væntanlegir hluthafar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær hafði ég sigur í­ spurningakeppninni hjá Ólafi Bjarna og er kominn í­ undanúrslit. Á viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna gaf Þjóðleikhúsið keppendum nokkra frí­miða. Það er hins vegar nokkuð strembið að átta sig á vef Þjóðleikhússins – hvaða sýningar séu í­ gangi og hvenær? Hvernig er þessi sýning „Koddamaðurinn“? Er það eitthvað sem vert er að skoða?