Alveg er það stórmerkilegt hversu mikill bragðmunur getur verið á einu og sama oststykkinu eftir þvi hvort það er sneitt niður með ostaskerara eða skorið niður í bita. Ætli einhver raunvísindagúbbinn hljóti ekki að hafa gert rannsókn á málinu?
# # # # # # # # # # # # #
Á kvöld tókst að snúa hurðinni á ísskápnum. Pinninn sem var að ergja mig í gær fór út að lokum, en var þá orðinn svo skemmdur að ég þurfti að keyra til Bræðranna Ormsson og heimta nýjan. Ekki er þó enn búið að tengja gripinn, því við neiddumst til að leggja hann á bakið og það fokkar víst upp freoninu eða eitthvað – í það minnsta verður að bíða í 10 til 12 tíma með að ræsa skrímslið.
# # # # # # # # # # # # #
Fyrr í kvöld fékk ég vinnutilboð. Eftir stutta umhugsun afþakkaði ég það. Sú ákvörðun var þó alls ekki sjálfsögð eða án efasemda.