Minesweeper

Er að velta einu fyrir mér varðandi Minesweeperinn, sem eflaust hefur verið fundinn upp af Norður-Kóreumönnum til að minnka framleiðni á Vesturlöndum, er uppröðunin á sprengjunum föst og ákveðin fyrirfram – eða skákar tölvan sprengjunum til eftir því­ sem lí­ður á leikinn?

Nú kemur oft upp sú staða að velja þarf á milli tveggja reita, þar sem annar með sprengju og hinn ekki – einhvernveginn finnst manni að í­ þeim tilvikum rambi maður oftar á sprengjuna en í­ annað hvort skipti…

Hér hllýtur að vera maðkur í­ mysunni.