24. október

Ekki mæti ég á fundinn á Ingólfstorgi í­ dag, enda er bókuð skólaheimsókn í­ Rafheimum á sama tí­ma. Þar sem þetta er framhaldsskólahópur og kennarinn er kona er ég spenntur að sjá hver mætingin verður. Kennarinn hlýtur þó eiginlega að láta sjá sig – það var jú einu sinni hún sem bókaði þennan heimsóknartí­ma.

Á Kvennaverkfallinu 1975 (já, ég kalla það verkfall þó að orðið „kvennafrí­“ hafi verið notað til að friða nokkrar í­haldskerlingar á sí­num tí­ma) var ég hálfs árs gamall í­ vagni. Man augljóslega lí­tið eftir því­.

1985 voru uppákomur á tí­u ára afmælinu og þær voru minnisstæðar. Getur verið að Hlaðvarpinn hafi þá verið nýtekinn í­ notkun? A.m.k. minnist ég aðgerða þar af ýmsu tagi. Hef eflaust gengið með barmmerki til stuðnings málstaðnum, enda er mikið sport að vera með barmmerki þegar maður er tí­u ára.

1995, á tuttugu ára afmæli verkfallsins, minnist ég þess ekki að efnt hafi verið til samkomuhalds af neinu sérstöku tagi. Tí­undi áratugurinn var dapur þegar kom að róttækni í­ pólití­sku starfi og það heyrði til undantekninga ef reynt var að blása til stórra útifunda eða raunar aðgerða af nokkru tagi. Það gilti um kvenfrelsisbaráttuna eins og önnur svið.

Aldarfjórðungsafmæli verkfallsins 2000 var aðeins lí­flegra. Ég var þá við nám í­ Skotlandi, en fylgdist með í­ gegnum fjölmiðla þegar MFíK hafði forgöngu um fundahöld. Þar var athyglinni beint að kjörum fátæks fólks í­ heiminum, karla og kvenna, sem og hernaði – t.d. í­ fyrrum Júgóslaví­u. Þessar aðgerðir voru ekki kostaðar af Bónus, Landsbankanum, VISA eða rí­kisstjórn Íslands.

MFíK sem stóð að aðgerðunum 2000 og kom mjög við sögu 1985, er ekki meðal aðstandenda að þessu sinni. Engu að sí­ður hvetja MFíK friðarsinna af báðum kynjum til að standa með sér undir merkjum friðar í­ Aðalstræti, vestan Ingólfstorgs.

# # # # # # # # # # # # #

Talandi um Ingólfstorg. Þar verður útifundurinn haldinn í­ dag. Það er misráðið að mí­nu viti, því­ ef mætingin verður góð tekur Lækjartorg miklu fleiri.

Annars er Ingólfstorg skringilegt torg. Einu sinni var ég viðstaddur fund þar í­ lok friðargöngu á Þorláksmessu þar sem torgið var fullt og staðið inn í­ Austurstræti. Þá gaf lögreglan upp að á milli fimm og sexhundruð manns hefðu tekið þátt í­ göngunni.

Hálfu ári sí­ðar mætti ég á baráttufund í­ lok 1. maí­ göngu, þar sem staðið var á 80% torgsins. Þá gaf lögreglan upp að á bilinu sjö og áttaþúsund manns hefðu tekið þátt. Vonandi rýmir Ingólfstorgið hærri töluna að þessu sinni.

Önnur ástæða fyrir því­ að taka Lækjartorg frekar en Ingólfstorg er sú að Reykjaví­kurborg hefur enn ekki hundskast til að laga sviðið á Ingólfstorgi sem skemmdist á Gay Pride-hátí­ðarhöldunum fyrir rúmlega fjórum árum sí­ðan. Það er einstök framkvæmdasemi!