Færeyingar eru snillingar
Á morgun kom hópur frá færeyska orkufyrirtækinu SEV í heimsókn á safnið. Færeyingarnir eru hér til að kynna sér ýmiskonar viðskiptamöguleika gagnvart Orkuveitunni – m.a. á sviði fjarskipta geri ég ráð fyrir.
Það er ekki langt síðan ég las sögu SEV eftir Jógvan Arge. Hún heitir „Ljós yvir landið“. Færeyingunum fannst merkilegt að hitta fyrir menn sem hefðu sögu rafmagnsmála í Færeyjum á reiðum höndum. Meðal annars gátum við frætt þá á því að Jón Þorláksson hafi ráðlagt Þórshafnarbúum árið 1921 að reisa jafnstraumsvirkjun í stað þess að veðja á riðstrauminn. Það var fáránleg ákvörðun og kostaði Þórshafnarbúa mikið fé. – Skyldi Hannes Hólmsteinn vita af þessu?
Annars er saga vatnsveitunnar í Þórshöfn á náttborðinu hjá mér, ásamt bók um sjálfstæðismálið í Færeyjum 1918-1920. Báðar á ég þó eftir að lesa. Meira um það síðar.
* * *
Ekki horfir vel með þennan fótboltaleik í kvöld ef ekki fer senn að stytta upp. Framararnir verða hreinlega að vinna. Við eigum það svo sannarlega skilið eftir hörmulegt tímabil.
* * *
Á fyrramálið held ég til Hornafjarðar. Kem aftur á föstudag. – Bryndís! Ég reyni að kippa þú-veist-hverju í liðinn þegar ég kem heim aftur.
Jamm.