Skóflustunga

null

Mættur í­ vinnuna þrátt fyrir að vera enn í­ feðraorlofinu. Á dag er nefnilega stór dagur í­ Elliðaárdalnum. Um eittleytið verður tekin skóflustunga að nýbyggingu Fornbí­laklúbbs Íslands við hlið Minjasafnsins. Húsin tvö verða tengd með þjónustuálmu, sem meðal annars þýðir að aðgengismál safnsins komast loksins í­ betra horf þar sem hægt verður að komast milli hæða í­ lyftu. Það er sömuleiðis þekkt staðreynd að fornbí­lasöfn njóta mikilla vinsælda, sérstaklega hjá hópum sem kynnu að sýna áhuga mörgu af því­ sem í­ boði er á Minjasafninu okkar.

Auðvitað hefði ég kosið að fá meira rými fyrir safnið út úr þessum framkvæmdum en raun ber vitni, en það er þó engin ástæða til að láta það spilla gleðinni. Þetta er langþráð stund eftir skelfilega langa meðgöngu. Þá er bara að vona að frmkvæmdir gangi hratt og vel.