Helvítið hann Benedikt Sigurðsson. Við Steinunn vorum ekki fyrr búin að koma okkur fyrir með kvöldmatinn fyrir framan sjónvarpið, þegar þessi þrjótur birtist á skjánum með langa og grafíska frétt um hringorma í fólki. Jökk.
# # # # # # # # #
Hvernig er það, eru engir háskólanemar að lesa þessa síðu? Þeir hinir sömu ættu alvarlega að íhuga að skrá sig í hvelli í námskeiðið okkar Sverris og Þorsteins, Sögu og heimspeki vísindanna. Lofa skemmtilegu námskeiði.