Á þetta mæta allir góðir menn:
Fjáröflunarmálsverðirnir í Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í mánuði, hafa rækilega slegið í gegn. Síðast var troðfullt hús og frábær stemning langt fram eftir kvöldi.
Næstkomandi föstudagskvöld, 27. janúar, verður á ný blásið til málsverðar. Á matseðlinum er linsulauksúpa, indverskur pottréttur með friðarívafi og nýbakað brauð – en þessar krásir eru í boði fyrir litlar 1.000 krónur. Auk léttra veitinga á vægu verði.
Meðan á borðhaldi stendur, munu ungskáld láta ljós sitt skína. Matarveislan hefst kl. 19, en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Allir velkomnir og um að gera að taka með sér gesti!
Jamm.