Gleði og hamingja! Viðgerð okkar Sverris á Van de Graaf-inum tókst. Nú get ég skemmt krökkum í Rafheimum með þessu stórvarasama tæki, sem bannað er að nota til kennslu í grunnskólum í mörgum Evrópulöndum!
# # # # # # # # # # # # #
Viggó er hættur með handboltalandsliðið. Verð nú ekki var við að þjóðin sé í losti yfir því. Menn hljóta að spyrja hvort hann beri ekki einna mestu ábyrgðina á að liðið hafði ekki þrek til að klára mótið? Úr því að leikmennirnir voru svona þreyttir – hvers vegna í ósköpunum vorum við þá að stilla upp sterku liði á móti Ungverjum, í leik sem engu máli skipti. að var leikur sem við áttum að gefa skít í og láta varamennina eina um spila.
Viggó var leikfimiskennarinn minn í Melaskóla – og gott ef ekki í Hagaskóla líka, amk. í eitt ár. Fyrsti leikfimiskennarinn á minni skólagöngu var „Lalli“ eða Lárentínus, sem var margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður í blaki. Það fannst manni býsna merkilegt á sínum tíma.
Síðar tók ígúst Már Jónsson, fótboltamaður úr KR og síðar atvinnumaður í Svíþjóð við djobbinu. Hann var geysivinsæll kennari, enda lét hann yfirleitt nægja að senda okkur í upphitun og skipti svo í lið í fótbolta.
Viggó var þriðji í röðinni, nýkominn að utan og farinn að þjálfa Hauka eða FH. Gott ef hann rak ekki spilatækjasal í miðbænum samhliða leikfimiskennslunni. Það töldu margir gríðarlegt siðleysi – enda var samdóma álit manna að næst heróíninu væri ekkert verra fyrir ungmenni en að detta í spilakassahangs.
Viðar Símonarson, gamli handboltakappinn, kenndi leikfimi í Hagaskólanum. Það var greinilegt að hann hataði djobbið, unglinga eða hvort tveggja.
Á MR var svo Haukur Sveinsson sem sá um íþróttirnar. Munurinn á honum og öllum hinum sem reynt hafa að láta mann sprikla í gegnum tíðina var sá að Haukur hafði hugsjón. Fínn náungi.
# # # # # # # # # # # # #
Luton tekur á móti Hull í dag. Peter Taylor – eða Peter Failure eins og stuðningsmenn hinna liðanna kalla hann – stýrir liði Hull sem veður í peningum en virðist hafa sömu innkaupastefnu og KR (gamalt og útbrunnið, takk fyrir).
Allt annað en sigur þýðir að við getum svo gott sem kvatt drauminn um umspilssæti. Þrátt fyrir að hafa unnið Uglurnar um daginn, er útivallarárangurinn svo rýr að við megum ekki við að tapa stigum heima.
Sé að Sky ætlar að sýna Luton:Reading föstudaginn 17.feb. Ég ragmana Sýn til að gera slíkt hið sama!