Vond sagnfræði

Úff hvað fyrsta efnisgreinin hans Andra Óttarssonar á Deiglunni í­ dag er vond. Hann skrifar þar pistilinn „Hryðjuverk virka“. Hún hefst á orðunum:

Þann 22. júlí­ 1968 rændu þrí­r palestí­nskir hryðjuverkamenn í­sraelskri farþegaflugvél. Hryðjuverkamennirnir tilheyrðu samtökunum Popular Front for the Liberation of Palestine (PFLP) sem seinna meir varð hluti af þeim fjölmörgu samtökum sem myndaði PLO. Þetta flugrán er talið marka upphaf nútí­ma hryðjuverka.

Af hverju að miða upphaf „nútí­ma“ hryðjuverka við 1968? Saga skipulagðra hryðjuverka í­ heiminum er miklu eldri. Það er raunar óskiljanlegt hvers vegna einhver ætti að setja upphafspunktinn þarna. Hvað var það við flugrán PLO 1968  sem var öðruví­si en hryðjuverk í­ Alsí­rstrí­ðinu meira en áratug fyrr, svo dæmi sé tekið?

Hryðjuverk hafa verið fyrirferðamikil í­ Evrópu frá því­ upp úr seinna strí­ði – og það ber vott um ansi skringilega söguskoðun að sjá mikil þáttaskil 1968. Ég myndi jafnvel segja að 1968 hafi hryðjuverk í­ Evrópu orðið „útflutningsvara“ sem Palestí­numenn tóku meðal annars upp.

Reyndar þurftu Palestí­numenn ekki að læra hryðjuverk af Evrópubúum því­ sjálfstæðishreyfing Sí­onista í­ Palestí­nu notaði þau óspart á fimmta áratugnum. Um daginn var því­ fagnað í­ ísrael að 60 ár væru liðin frá því­ að sjálfstæðishreyfing Sí­onista sprengdi upp hótel í­ Jerúsalem og drap nærri 100 manns. Nota bene: þetta gerðist 22. júlí­ 1946 – sama mánaðardag og flugránið sem Andri Óttarsson notar sem upphafsdagsetningu nútí­ma hryðjuverka 22 árum sí­ðar. (Reyndar ber heimildum ekki saman um hvort þetta flugrán var 22. eða 23. júlí­, en við skulum ekki svekkja okkur á smáatriðum.)
Hvernig í­ ósköpunum er hægt að komast að því­ að það að drepa á tí­unda tug manna í­ sprengingu á hóteli sé „gamaldags“ hryðjuverk – en það séu „nútí­ma“ hryðjuverk að halda á fjórða tug flugfarþega í­ gí­slingu í­ nokkrar vikur. Sem betur fer sluppu þeir þó allir lí­fs.

Jú, segir Andri. Lí­klega telst þetta „nútí­mahryðjuverk“ vegna þess að þá hafi almenningur á Vesturlöndum farið að reyna að setja sig í­ spor hryðjuverkamanna og skilja ástæður þeirra… En ekki heldur sú skýring vatni. Ef Andri nennir, getur hann fundið aragrúa af greinum í­ t.d. í­slenskum blöðum þar sem hryðjuverk Sí­onista í­ Palestí­nu voru afsökuð. Ekki var heldur skortur á fólki hér á landi sem annars staðar, sem leit á ýmsar aðskilnaðarfylkingar hist og her í­ heiminum sem sem hetjur og sýndi baráttu þeirra skilning. írland kemur strax upp í­ hugann.

Hvers vegna þá að setja upphafspunkt nútí­mahryðjuverka við 22. júlí­ 1968. Það er vissulega vond sagnfræði – en getur verið góð pólití­k í­ huga einhverra. Við búum við „strí­ð gegn hryðjuverkum“ – þar sem ví­sasta leiðin til sigurs í­ áróðursstrí­ði er að stimpla andstæðinginn sem mesta hryðjuverkakarlinn. Og hvað getur verið hentugra fyrir þá sem vilja bera blak af pólití­k Bandaí­kjastjórnar í­ málefnum ísraels og Palestí­nu en að koma því­ inn að Palestí­nuarabar hafi í­ raun „fundið upp“ hryðjuverkin fyrir tæpum þremur áratugum?

Nema Andri hafi bara lent í­ tí­mahraki með að skila Deiglu-pistli og tekið eitthvað upp úr grein í­ bandarí­sku tí­mariti um Palestí­numálið og gert að sí­nu án umhugsunar… Ég vona eiginlega að það sé raunin, frekar en að hann trúi þessu í­ alvöru.
# # # # # # # # # # # # #

Á dag þurfti ég að skipta við tvö fyrirtæki. Annað gott. Hitt slæmt.

Góða fyrirtækið er TVG Zimsen. Þar er þjónustulund og menn leysa málin.

Slæma fyrirtækið er Pósturinn – nánar tiltekið tollafgreiðsludeildin þar.

Muna: ef þið ætlið að senda mér böggla frá útlöndum, reynið þá að velja fyrirtæki sem skipta við TVG en ekki Póstinn. Lí­fið er of stutt til að eyða orku í­ þau viðskipti.

# # # # # # # # # # # # #

Vonaðist til að ná leik með Fjarðarbyggð fyrir austan, en liðið lék í­ kvöld. Fjarðabyggð er á hraðri leið upp í­ næstefstu deild.