Varaþingmaður

Það fer alltaf í­ taugarnar á mér þegar titillinn „varaþingmaður“ er notaður um fólk sem aldrei hefur sest á þing. Á mí­num huga er það hugsunarvilla að kalla þá sem sitja í­ næstu sætum framboðslista á eftir kjörnum þingmönnum sjálfkrafa „varaþingmenn“. Það er ekki staða í­ sjálfu sér. Fólk verður fyrst varaþingmenn þegar það er kallað inn.

Þannig er Björn Ingi Hrafnsson ekki varaþingmaður, þrátt fyrir að hafa setið í­ öðru sæti Framsóknar á eftir Jóní­nu Bjartmarz, því­ hún hefur setið óslitið frá kosningum. Hins vegar er Guðmundur Magnússon, sem var fjórði eða fimmti á framboðslista VG í­ öðru Reykjaví­kurkjördæminu varaþingmaður því­ hann hefur verið kallaður inn á þing.

Reyndar skal það viðurkennt að fæstir þeirra sem ranglega eru titlaðir varaþingmenn gera það sjálfir, heldur velja misvitrir fjölmiðlamenn þeim þetta heiti. Held að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, knattspyrnuknappinn knái, sé eini maðurinn sem ég man eftir að hafi hampað þessum titli án þess að setjast á þing. Man ekki eftir að Jakob Frí­mann hafi t.d. kallað sig varaþingmann, sat hann þó ofar á framboðslistanum en Villi.

(Viðbót, kl. 14:20)

Steingleymdi að minnast á Margréti Sverrisdóttur í­ Frjálslynda flokknum. Kjörtí­mabilið 1999-2003 var hún aldrei kölluð annað en varaþingmaður í­ umræðuþáttum í­ sjónvarpi og útvarpi. Samt var hún í­ 3ja sæti í­ Reykjaví­k, þar sem flokkurinn átti bara einn fulltrúa. Sverrir Hermannsson sat sem fastast og kallaði aldrei inn manninn í­ öðru sætinu, sem var sérlundaður læknir.

Stundum er Margrét ennþá kölluð varaþingmaður, þrátt fyrir að hafa verið í­ efsta sæti í­ öðru Rví­kurkjördæminu sí­ðast og mistekist að komast inn.Â