NFS

Sum hús í­ miðbænum hafa hýst fjölda pöbba og skemmtistaða sem allir hafa farið lóðbeint á hausinn. Alltaf skal þó finnast nýr aðili til að opna nýja stað í­ þessum húsum – þótt allir aðrir sjái í­ hvað stefni.

Fjölmiðlabransinn í­slenski er svipaður. Ekki hefur maður neina tölu á öllum magasí­n-blöðunum sem áttu að koma út einu sinni í­ viku (fimmtudaga eða föstudaga) og höfða til ungs fólks með umfjöllun um skemmtanalí­fið, tí­sku og tónlist. Á hvert sinn sem eitt svona blað fer á hausinn spretta tvö ný upp í­ staðinn.

NFS var svona ævintýri sem hlaut bara að fara á einn veg. Nákvæmlega hvað átti að vera svona snjallt við það konsept í­ sjónvarpi að sýna Heimi Má Pétursson lesa í­ beinni útsendingu af bloggsí­ðum þingmanna?

Ég notaði NFS sem útvarpsstöð. Held að lengst hafi ég enst yfir stöðinni í­ sjónvarpi í­ svona kortér, en í­ bí­lnum rambaði ég stundum inn á NFS. Hún virkaði alltaf miklu betur þannig.

Minn gamli félagi Róbert Marshall er greinilega ansi örvæntingarfullur. Ekki skil ég hvernig hann hafði hugsað sér að opna bréfið til Jóns ísgeirs ætti að geta bjargað honum. Hins vegar gefur það gárungum færi á ýmsum bröndurum. Mæli með þessari færslu Sigmars Guðmundssonar.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn átti afmæli í­ gær. Þótt ekki hefði verið ætlunin að vera með neitt tilstand að þessu tilefni komumst við að þeirri niðurstöðu að slá af fiskibollurnar sem búið var að taka úr frystinum og keyptum í­ staðinn hamborgara frá Vitabar. Það passaði vel, því­ Freyr og Freyja komu í­ heimsókn og tóku þátt í­ hamborgaraveislunni.

Við keppumst við að leiða þær Freyju og Ólí­nu saman, í­ þeirri von að það herði barnið aðeins fyrir leikskólann. Hún er þó ennþá hálfskelkuð við Freyju og leyfir henni að rí­fa af sér alla mögulega hluti möglunarlaust. Það verður að fara að ala upp í­ krakkanum frekjuna.