Heimastjórnar Dabbi

Á gær las ég Ljóra sálar minnar, greinasafn e. Þórberg Þórðarson. Þar var margt forvitnilegt að finna, sem vænta mátti.

Á umfjöllun skáldsins um pólití­kina og kosningarnar 1911 að mig minnir, getur Þórbergur um Heimastjórnar Dabba sem virðist hafa látið hvað dólgslegast í­ sveit Heimastjórnarflokksins, sem Þórbergur hafði litlar mætur á.

Þetta klingdi bjöllum hjá mér – því­ í­ bréfasafni Steinþórs langafa má finna handrit að tveimur leikþáttum, sem mér virðist að hafi verið sett upp á vegum Ungmennafélags Reykjaví­kur þegar hann var þar í­ forystusveit. Um árið barði ég mig í­ gegnum styttra (og auðlesnara) handritið, sem var sakleysislegur gleðileikur þar sem spilltu yfirstéttarforeldrarnir reyna að fá siðprúðu dótturina til að slá sér upp með „fí­num“ drengjum, sem reynast vera labbakútar sem reykja og drekka – en dóttirin knáa vill frekar prúðan pilt, en ættsmærri, sem er í­ ungmennafélaginu. Allt endar svo vel að lokum. (Þessi endursögn er eftir minni – las þetta fyrir mörgum árum.)

Hitt leikritið er lengra og pólití­skara – og lí­klega illskiljanlegt þeim sem ekki þekkja til stjórnmálasögu tí­mabilsins. Þar er í­ veigamiklu hlutverki Heimastjórnar Dabbi sem ég hélt að væri bara heiti á sterí­ótýpu frekar en raunverulegum manni.

En eftir lesturinn á Þórbergi verður ekki betur séð en að Daví­ð þessi (Dabbi hlýtur að vera viðurnefni á e-m Daví­ð) hafi verið til. Og þá spyr ég hina fjölfróðu lesendur mí­na: Hver var Heimastjórnar Dabbi – sem hefur verið virkur í­ Rví­kur-pólití­kinni amk á árunum 1911-1918.