Á dag fórum við í heimsókn til Þóru frænku Steinunnar og mannsins hennar, Palla sveitarstjóra. Þau eignuðust tvíbura fyrir rúmri viku, strák og stelpu.
Manni bregður alltaf jafnmikið við að sjá svona lítil kríli. Ég ráðlagði þeim að taka nóg af myndum, ef þau ætluðu að muna eitthvað eftir þessum fyrstu vikum. Sjálfur man ég nánast ekkert eftir fyrstu vikunum hennar Ólínu. Held að heilinn þurrki út allar slíkar minningar, til að fólk gleymi vökunum og stressinu.
Það gefur auga leið að Þóra og Palli hljóta að nefna strákinn Stefán. Það verða aldrei of margir Stefánar Pálssynir. Ónei.
# # # # # # # # # # # # #
Sigmar setti hraðamet í Kastljósi við að draga í fyrstu umferð GB. Keppnisliðin eru 29, einu færri en í fyrra. Hverja vantar?
Sýndist þetta vera stórtíðindalaus dráttur.