Fiskur & franskar

Fórum í­ gær ásamt mömmu og pabba og átum á Icelandic Fish & Chips í­ Tryggvagötu. Eins og nafnið á staðnum er fráhrindandi, er maturinn ágætur. Verðið er lágt og allur maturinn svo óskaplega heilsusamlegur og lí­frænn að manni finnst maður verða heilnæmari við það eitt að lesa matseðilinn.

Ólí­na kunni því­ vel að krota út pappí­rsdúkinn með vaxlitum. Þar með hefur barnið farið út að borða í­ fyrsta sinn á ævinni.

# # # # # # # # # # # # # # #

Tengdapabbi kemur í­ bæinn í­ kvöld. Hann er á leiðinni á námskeið hérna fyrir sunnan, en við ættum þó að ná að hitta hann á mánudags- og þriðjudagskvöldið. Það er skemmtilegt.

# # # # # # # # # # # # # # #

Magnað er að fylgjast með sjálfseyðingarhvöt Frjálslynda flokksins. Kostulegust er þó deilan um eignarhaldið á nafni- og kennitölu flokksins. Reyndar fæ ég ekki séð að Sverrir Hermannsson geti bannað notkun á nafninu, þótt hann hafi látið skrá það og lögheimili flokksins sé heima hjá Margréti. Það hlýtur að fara eftir lögum flokksins, sem hefur verið skilað inn með kennitöluumsókninni.

Óneitanlega væri þó kómí­skt ef nýju lögin um fjármál stjórnmálaflokkanna kæmust í­ uppnám strax á sí­num fyrstu mánuðum, vegna þess að fram kæmu tvö framboð sem bæði þættust vera Frjálslyndi flokkurinn. Held að sjaldan hafi verið sett lög sem jafnljóst mátti vera að yrðu til vandræða.

# # # # # # # # # # # # #

Luton tapaði heima gegn Barnsley, einu hinna botnliðanna. Það er farið að syrta verulega í­ álinn hjá okkur. QPR er í­ sama baslinu, svo það stefnir í­ sælt sameiginlegt skipbrot hjá okkur Stebba Hagalí­n.

Það væri mikið óréttlæti ef Luton félli í­ ár. Nær væri að senda Moggabloggið niður um deild.