Klám

Ætli einhver hafi reynt að halda utan um þessa klámumræðu sem átt hefur sér stað á netinu sí­ðustu daga og vikur? Það myndi væntanlega fylla marga doðranta, enda varla nokkur bloggari sem stillt hefur sig um að taka þátt. Samt er klámumræðan meingölluð, því­ það vantar tilfinnanlega fulltrúa fyrir tvo veigamikla hópa – jafnvel þá fjölmennustu.

 

Utanaðkomandi aðili sem kynnti sér klámkarpið myndi lí­klega draga þá ályktun að þjóðin skiptist í­ tvo hópa:

 

i) Fólk sem finnst klám ógeðslegt, er alfarið á móti því­ og hefur kynnt sér ýmsar rannsóknir sem sýna fram á tengsl klámiðnaðarins við hvers kyns óþverra. Á rannsóknarskyni hefur fólk í­ þessum hópi farið inn á klámsí­ður og komist að því­ að þar úir allt og grúir af alls konar vibba, þar sem lólí­tu-dýrkun er áberandi, þar sem í­turvaxnar kjámmyndastjörnurnar eru rakaðar að neðan og með tí­karspena í­ hárinu – ergo: barnaklám.

 

ii) Fólk sem leggur rí­ka áherslu á að því­ finnist klám vera ógeðslegt eða í­ það minnsta ömurlegt. Hins vegar telur þessi hópur að það séu afar mikilvæg lýðréttindi dónakalla að geta skoðað klám og þau þurfi að verja. (Sbr. ummælin sem oft eru eignuð Voltaire: “Ég er ósammála skoðunum þí­num – en myndi láta lí­fið til að tryggja rétt þinn til að hafa þær.”)

Sumir í­ þessum hópi reynast lí­ka hafa farið inn á klámsí­ður í­ rannsóknarskyni og eru ósammála þessu með lólí­tu-dýrkunina.

 

Raunar mætti bæta við einum hópi:

 

iii) Örlí­till hópur femí­nista sem lætur hina femí­nistana pirra sig. Þetta fólk leggur áherslu á að klám sé vissulega ömurlegt – en vill ekki útiloka að hægt væri að framleiða feminí­skt klám sem hafa mætti gaman af. Máli sí­nu til stuðnings ví­sar þessi hópur í­ skrif einhverra frægra útlenskra fræðimanna um að klám geti verið birtingarmynd kynfrelsis – eða e-ð álí­ka. Þetta er ekki fjölmennur hópur, en fer jafnvel meira í­ taugarnar á klámandstæðingum en dónakarlarnir.

 

Eiginlega öll umræða sí­ðustu vikna hefur farið fram á forsendum þessara þriggja hópa – sem allir eiga það sameiginlegt að finnast klám ömurlegt. Hér vantar augljóslega málsvara fyrir tvo þjóðfélagshópa í­ viðbót:

 

iv) Fólk sem finnst klám vera æði. Þessi hópur myndi fúslega viðurkenna að nota klám og krefjast þess að fá að halda því­ áfram án sektarkenndar. Vissulega er enginn hörgull á mönnum sem halda þessum sjónarmiðum á lofti – en ég er frekar að kalla eftir einhverjum sem ekki hafa ritfærni tólf ára barns og geta skrifað heila málsgrein án sví­virðinga og dólgsháttar.

 

&

 

v) Fólk sem notar klám og hefur engan hug á að hætta því­, en finnst klám samt í­ eðli sí­nu viðbjóðslegt, niðurlægjandi fyrir konur og hugsanlega stórhættulegt. Þessi hópur er alveg til umræðu um að úthýsa erlendum klámframleiðendum frá Hótel Sögu, en horfa samt á myndirnar þeirra.

Þetta kann að hljóma eins og kolbrengluð afstaða, en er kannski ekki svo skrí­tin. Ætli meirihluti reykingafólks sé ekki í­ prinsippinu á móti reykingum? Fjöldi fólks reykir sí­garettur og drekkur áfengi, en vill á sama tí­ma að stjórnvöld reyni að halda niðri reykingum og áfengisneyslu með alls kyns heftandi aðgerðum, lögum og reglum.

 

Eitthvað segir mér að stór hluti þjóðarinnar falli undir hópa iv) og v). Yrði umræðan ekki skemmtilegri ef fulltrúar þeirra tækju þátt í­ deilunum? Hún myndi í­ það minnsta endurspegla betur raunveruleikann. (Vá hvað ég er lélegur póstmódernisti – tala eins og til sé einhver raunveruleiki og að hann megi endurspegla…)

 

# # # # # # # # # # # # #

 

Á framhaldi af þessum klámpælingum fór ég að reyna að rifja upp hvenær ég hefði fyrst séð klámmynd eða komið krumlunum í­ klámblað. Það var fjári seint.

 

Ég minnist þess ekki að neinir af mí­num félögum hafi lumað á klámi þegar ég var patti. (Brandarabankinn telst ekki með.) Fyrstu myndirnar af berrössuðum stelpum sem ég man eftir, voru í­ auglýsingum fyrir ljósbláar myndir sem finna mátti aftast í­ enskum og bandarí­skum kvikmyndatí­maritum sem ég keypti stundum og las í­ gaggó.

 

Um svipað leyti áskotnuðust mér 2-3 klámblöð, lí­klega úr fornbókaversluninni í­ kjallaranum beint á móti gamla Landsbókasafninu á Hverfisgötunni. Mig minnir að það hafi verið breska blaðið Knave. Prufaði að slá því­ upp á Wikipediunni, en greinin þar fjallar einkum um  rithöfunda sem skrifað hafa í­ blaðið – þar á meðal Neil Gaiman. Ekki mundi ég eftir neinum smásögum í­ Knave eða öðru lesmáli sem orð var á gerandi.

 

Fyrstu klámmyndina sá ég varla fyrr en á öðru ári í­ menntó. Kunningi minn á þeim árum átti furðustórt safn af klámefni, sem var flokkað og raðað upp af slí­kri nákvæmni að hvaða bókasafnsfræðingur hefði mátt vera stoltur af. Hann bjó lí­ka þannig að þægilegt var að sitja heima hjá honum og lepja bjór áður en farið var út um helgar eða á skólaböll. Við slí­k tilefni var stundum gripið í­ klámmyndasafnið, en þó oftar horft á gamlar hnefaleikakeppnir – einkum með Tyson.

 

Ef ég hefði átt að nafngreina klámmyndastjörnu þegar ég var átján, hefði ég lí­klega bara getað rifjað upp eitt nafn: Traci Lords. Frægð hennar byggðist á því­ að hún lék í­ Cry Baby – sem var fyrsta myndin sem ég sá oftar en tvisvar í­ bí­ó.

 

Á dag gæti ég léttilega nefnt tuttugu. Það sem hefur breyst á þessum rúma áratug er það að klámmyndaleikarar eru komnir í­ hóp fræga fólksins. Mogginn segir fréttir af klámmyndastjörnum í­ sömu andrá og David Beckham eða Kate Moss. Slí­kt hefði varla gerst árið 1993.

 

Hvað ætli margir tólf ára strákar í­ dag eigi eftir að bí­ða til átján ára aldurs eftir að sjá sí­na fyrstu klámmynd? Eða öllu heldur – hversu margir tólf ára strákar í­ dag skyldu EKKI hafa horft á klám á netinu? Þeir eru varla mjög margir.

 

Ætli það megi samt ekki slá því­ föstu að guttarnir séu að horfa á eitthvað safarí­kara en Emanuelle 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 14

 

Megi Moggabloggið enda feril sinn á jafndapurlegan hátt og George Lazenby!