Hassið

Ingibjörg Sólrún gengst við því­ að hafa prófað hass. Gott hjá henni.

Minn hassreykingaferill er ekki merkilegur. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt um neinn sem notaði hass þegar ég var í­ gaggó og í­ menntó var furðulí­tið um það. Við göntuðumst með að hassið væri fyrir MH-inga frekar en okkur í­ MR.

Á einu partýinu á menntaskólaárunum ætlaði ég þó að ganga í­ það að reykja hass og hafði í­ félagi við aðra gert einhverjar ráðstafanir til þess. Mér hafði verið sagt að áfengi og hass væru afleit blanda, sem eyðilegði áhrifin af hvoru tveggja en ylli herfilegum timburmönnum. Það yrði því­ að velja: hassið EíA bjórinn.

Með þessi ráð að leiðarljósi mætti ég bjórlaus í­ gleðskapinn. Sat svo og beið og beið eftir að finna einhver áhrif, en varð ekki var við neitt. (Ætli slyngur sölumaður hafi ekki prangað inn á okkur leir úr tómstundahúsinu í­ staðinn fyrir hina forboðnu landbúnaðarafurð?) Eftir því­ sem leið á kvöldið, jókst pirringurinn. Mér varð stöðugt starsýnna á bjórinn sem sumir á svæðinu voru að sötra – og að lokum fann ég einhvern sem var til í­ að selja hluta af sí­num birgðum á uppsprengdu verði. Þetta varð bæði dýrt og lélegt djamm.

Kannski helví­tis brenniví­nið hafi orðið til að bjarga manni frá fí­kniefnadjöflinum? Hvað veit ég?

Megi Moggabloggið sitja freðið útí­ horni.