Á mínum huga kláraðist fallbaráttan í dag.
Luton og Leeds falla. Ég sé ekki að neitt fái því breytt. Ætli Southend verði ekki þriðja liðið. Persónulega er mér nokk sama hverjir fara með okkur niður.
Helvítis, helvítis, helvítis…
Newell er farinn. Kannski skrifa ég meira um það síðar. Brian Stein er búinn að taka við liðinu til bráðabirgða. Frábær leikmaður á sínum tíma – en ekki mikið þjálfaraefni.
Helvítis, helvítis, helvítis…
# # # # # # # # # # # # #
Á gærkvöldi horfði ég á Casino Royal. Missti af henni í bíó á sínum tíma – eins og ég raunar missi af öllum kvikmyndum.
Þar mátti sjá ýmsar áhugaverðar pyntingaraðferðir sem rétt væri að prófa á Moggablogginu.