NIMBY

Frá því­ að við Steinunn tókum saman, höfum við farið margoft austur á Norðfjörð og drukkið ófáan kaffibollann (eða bjórkrúsina) hjá vinum og ættingjum. Eitt algengasta umræðuefnið – fyrir utan almennt kurteisisspjall – hefur verið stóriðjumálið: álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun. Við höfum svo sem ekkert verið að karpa um þessi mál, enda það ekkert markmiðið. Á sumum tilvikum hefur meira að segja verið þegjandi samþykki um að láta efnið kyrrt liggja.

Eitt algengasta umkvörtunarefni þeirra sem stutt hafa framkvæmdirnar er að fólk á höfuðborgarsvæðinu lí­ti sér ekki nær. „Hvers vegna hafa allir fyrir sunnan svona miklar skoðanir á framkvæmdunum hérna? Af hverju mótmælir enginn álversstækkun í­ Hvalfirði eða í­ Straumsví­k? Hvers vegna amast enginn við jarðgufuvirkjunum á Hellisheiði eða öllum háspennulí­nunum sem rústa umhverfinu?“ – Þessi þögn umhverfisverndarsinna um framkvæmdir á SV-horninu hefur farið ósegjanlega í­ taugarnar á fólkinu fyrir austan og verið talin til marks um meiriháttar hræsni.

Allar þessar ræður rifjast upp fyrir mér þegar andstæðingar álversins í­ Straumsví­k eru nú sakaðir um NIMBY-isma, það er: að amast einungis við framkvæmdum sem eigi sér stað í­ bakgarðinum heima hjá þeim.

Það er greinilega vandratað hjá álversandstæðingum. Ef þeir andæfa álverum í­ fjarlægum landshlutum eru þeir hræsnarar. Ef þeir mótmæla þeim heimafyrir eru þeir sérgæskupúkar.

Sjálfur er ég alveg til í­ grafa Moggabloggið í­ bakgarðinum mí­num… djúpt í­ jörðu.