Auðvitað vafðist þetta ekki fyrir skörpum lesendum. Örn Úlfar bar kennsl á Come on Eileen eins og skot. Tengingarnar eru annars þessar:
i) Lagið fjallar að miklu leyti um goðsögnina Johnny Ray, sem er nafngreindur í upphafslínunum. Marilyn Morrison var gift honum.
ii) „Toora Loora Looral“ er sungið í viðlaginu, en það er írsk barnagæla.
iii) Damon Gough er vitaskuld Badly Drawn Boy, en hann hefur gert sína útgáfu af laginu.
iv) Systir söngkonunnar úr Shakespears Sister lék Eileen í myndbandinu.
v) Lagið fór á topp bandaríska vinsældarlistans og ruddi þar úr vegi Billy Jean með Michael Jackson, sem samið var um óðan aðdáanda.
Hvað með að hlusta bara á lagið núna…Â
Megi Moggabloggið hljóta viðlíka döpur örlög og vesalings Johnny Ray!