Hann er merkilegur molinn í Fréttablaðinu í morgun, þar sem rifjuð eru upp gömul skrif Össurar Skarphéðinssonar um mögulega íbúakosningu í Hafnarfirði um álversstækkun.
Á gær skrifaði Össur pistilinn „íbúalýðræði er skilgetið afkvæmi Samfylkingarinnar“ – sem er reyndar dásamlega oflátungsleg fyrirsögn. Á greininni hælir Össur Lúðvíki Geirssyni á hvert reipi og lætur að því liggja að Samfylkingin hafi ein flokka barist fyrir kosningunni.
Á ljósi þessa er sérstaklega skemmtilegt að lesa upprifjun Fréttablaðsins á orðum þessa sama Össurar á þessari sömu heimasíðu frá haustinu 2005 – þá stóðu Vinstri græn í Hafnarfirði fyrir undirskriftarsöfnun þar sem farið var fram á að stækkunin færi í almenna kosningu. Fyrstu viðbrögð bæjaryfirvalda einkenndust af hiki og málalengingum, en að lokum snerust Lúðvík og félagar til liðs við hugmyndina.
Þetta taldi Össur hið mesta óráð fyrir einu og hálfu ári síðan og var þess fullviss að um væri að ræða plott, runnið undan rifjum Gests Svavarssonar:
Á Hafnarfirði er […] Gestur, að gera allt vitlaust með því að heimta íbúakosningu um stækkun álversins. Samfylkingin er eiginlega búin að fallast á kosninguna. Það er tvíeggjað hjá Gunnari Svavarssyni og gamla bakarasveininum í stóli bæjarstjóra. Auðvitað verður stækkunin samþykkt, beint lýðræði treyst með kosningunni í anda Samfylkingarinnar – en Gestur litli Svavarsson mun koma út sem sigurvegari fyrir það eitt að knýja hana fram.Á kjölfarið mun hann verða efstur á lista VG einsog Svandís systir í Reykjavík. Hugsanlega gæti hann út á auglýsinguna sem hann og VG fá í tengslum við herferð fyrir íbúakjöri – og síðan í kosningunn sjálfri – ná það sterkri ímynd meðal bæjarbúa að hann skrapi inn sem bæjarfulltrúi. Þá kann svo að fara að Samfylkingin þurfi allt í einu að fara að semja við VG um stjórn bæjarins. Svo mínir menn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir hleypa þessu lengra.
Nú væri áhugavert ef einhver fjölmiðill myndi spyrja Össur nánar út í þennan gamla pistil.
Telur Össur ennþá að Gestur Svavarsson, frambjóðandi VG í SV-kjördæmi, hafi verið heilinn á bak við íbúakosninguna?
Telur Össur – sem líklega er rétt að kalla föður íbúalýðræðisins – að prinsipið um almennar atkvæðagreiðslur eigi ekki að gilda ef slíkar kosningar geta styrkt aðrar stjórnmálahreyfingar en hans eigin?
Lítur Össur enn á það sem sérstakt keppikefli Samfylkingarfólks að losna við að þurfa að semja við VG í stjórnmálum?
Og að lokum – ætlar Össuri ekki bráðum að skiljast að kortér-í-þrjú bloggfærslurnar hans eiga það til að koma í bakið á honum?
# # # # # # # # # # # # #
Lenti á fundi í gærkvöldi og sleppti því að fara á leik FRAM og KR í deildarbikarnum. Bjóst sannast sagna ekki við miklu. 5:3 sigur varð hins vegar niðurstaðan og FRAM komið í fjórðungsúrslit. Fagna því allir góðir menn.
# # # # # # # # # # # # #
Á fyrradag kvartaði ég undan því að launin frá Orkuveitunni hefðu ekki komið inn á reikninginn minn um mánaðarmótin. Á gær kom skýringin, þegar starfsmönnum OR var tilkynnt að eftirleiðis verði laun greidd fyrsta virka dag mánaðar. Á þessu tilviki um hádegisbilið 2. apríl. VISA-reikningurinn var hins vegar gjaldfærður aðfararnótt 2. apríl, sé ég í heimabankanum. Þetta getur augljóslega orðið vandamál í blankheitamánuðunum.
Nú var VISA alltaf með þá reglu að gjaldfæra 2-3 virka dag mánaðarins. Hvenær var þessu breytt og hvers vegna? Ekki trúi ég því að Orkuveitan sé eina fyrirtækið sem greiðir laun fyrsta virka dag mánaðar. Er ekki einhver bankaþjónustufulltrúi eða e-ð sem getur svarað þessu?
Megi Moggabloggið drukkna í gulum miðum.