Ein með öllu

Á gær las ég í­ fyrsta skipti Bók ísgeirs Hannesar Eirí­kssonar, Ein með öllu, sem rekur tilurð Borgaraflokksins. Þetta er skrí­tin bók. Skrí­tnust er þó forsí­ðan, þar sem sjá má Albert Guðmundsson borinn uppi af hópi Ku Klux Klan-manna.

Bókin kom út um jólin 1990 og er að miklu leyti uppgjör við samflokksmenn á borð við Guðmund ígústsson og Júlí­us Sólnes – sem fær það óþvegið. Umfjöllunin um tilurð Nýs vettvangs er sömuleiðs forvitnileg, þótt augljóslega sé of skammt um liðið frá atburðunum til að sögumaður geti skilið milli aðal- og aukaatriða.

Langáhugaverðasti hlutinn var þó upphafskaflarnir, þar sem fyrstu klukkustundirnar í­ sögu Borgaraflokksins eru raktar. Það er mögnuð lesning.

Fyrir þá sem eitthvað þekkja til stjórnmálastarfs, er nánast óskiljanlegt hvernig hægt var að stilla upp framboðslistum, safna meðmælendum og sinna öllum þeim verkefnum sem framboð af þessu tagi krefjast – á örfáum sólarhringum.

Hulduher Alberts Guðmundssonar var mögnuð kosningavél. Mér er til efs að nokkur stjórnmálamaður samtí­mans gæti leikið svona ævintýri eftir.

Á sama hátt segir saga Borgaraflokksins okkur að það er bara hálfur sigur unninn með því­ að koma nokkrum mönnum á þing. Ef undirstöðurnar skortir getur sigurinn glutrast niður ógnarskjótt.

# # # # # # # # # # # # #

Á gær sendi ég bréf til höfuðstöðva Real Madrid. Það gerir maður nú ekki á hverjum degi.

# # # # # # # # # # # # #

Southampton á morgun, á heimavelli. Ekki er mikið tilefni til bjartsýni núna – jafntefli er það skásta sem hægt er að vonast eftir. Annars á ég sí­ður von á því­ að Luton komist úr botnsætinu það sem eftir lifi tí­mabilinu.

# # # # # # # # # # # # #

Mikið óskaplega er þessi mynd um Alexander mikla leiðinleg. Hún vekur þó ýmsar hugmyndir um óskemmtilega dauðdaga sem óska mætti Moggablogginu.

Megi höggormur bí­ta Moggabloggið!