Jæja, það er ljóst eftir daginn í dag að maður er hættur að éta Tópas.
Nákvæmlega hvernig kynningarstjóri sælgætisfyrirtækisins gat talið það vöru sinni til hagsbóta að ráða fólk til að trufla kröfugöngu verkalýðsfélaganna á 1. maí er nokkuð sem ég mun aldrei skilja.
Iss, Ópal er hvort sem er miklu betra nammi.
# # # # # # # # # # # # #
ígæt vinkona leit við í dag og færði mér viský-flösku að gjöf. Og það enga smáræðis flösku… Highland Park 25 ára! Þetta er hiklaust gullmolinn í viskýskápnum.
Við Steinunn dreyptum á veigunum í tilefni dagsins – og þetta er magnaður drykkur.
Það sem gefandinn er ágætur Moggabloggari, ætla ég að sleppa Moggabloggsbölbæninni að þessu sinni.