Kjördæmatuðið

Óskaplega sér maður mikið af bloggfærslum þar sem kvartað er yfir kjördæmakerfinu. Minna fer fyrir útfærðum tillögum að úrbótum og raunar eru sum umkvörtunarefnin mótsagnakennd.

Þannig hef ég rekist á blogg þar sem kvartað er yfir því­ að kjördæmin séu of stór, að  flokkar fái alltof marga þingmenn í­ einstökum kjördæmum miðað við fylgi (t.d. Samfylkingin í­ Rví­k-norður með 5 þingmenn af 11 út á 28% atkvæða) og að Ómar hafi lent í­ 5% reglunni og ekki fengið tvo menn kjörna!

Allt eru þetta góð og gild sjónarmið – en illsamræmanleg.

Tökum t.d. þetta með Ómar og fimm prósentin. – Nú er þessi regla tekin sem dæmi um samtryggingarnet gömlu flokkanna gegn smáframboðum. Hið rétta er að hún var upphaflega sett inn til að AUíVELDA smáframboðum að komast inn.

íður var gerð krafa um að framboð næðu kjördæmakjörnum manni áður en þau áttu kost á uppbótarmanni. Þar sem Reykjaví­k var eitt kjördæmi, þýddi það í­ raun að þröskuldurinn var u.þ.b. 5,5% atkvæða í­ höfuðborginni. Með skiptingu Reykjaví­kur varð þessi þröskuldur hins vegar miklu hærri og í­ kjölfarið var 5% reglan sett – ekki til að gera litlu flokkunum erfiðara um vik, heldur þvert á móti.

Nú má aftur ræða um réttmæti 5% tölunnar. Af hverju ekki 4%, 6% eða bara ekkert lágmark? Ef landið væri eitt kjördæmi, teldi ég ótví­rætt að enginn þröskuldur ætti að vera. Þá myndi 1,5% flokkur fá einn mann á þing (sem hefði þó ekki dugað Jóni Magnússyni og Nýju afli 2003). Ég myndi lí­ka vilja að 1,5% auðra atkvæða gæfi auðan stól á löggjafarsamkomunni

En þetta er ekki alveg jafnrökrétt í­ kjördæmaskiptu kerfi. Hugsum okkur t.d. stjórnmálaafl sem fengi 1,5% atkvæða – dreift nokkuð jafnt yfir landið. Slí­kur flokkur fengi þá uppbótarmann út á sáralí­tið fylgi. Þar sem fólki er (ranglega) tamt að lí­ta á uppbótarþingmenn eins og hverja aðra þingmenn kjördæmanna er hætt við að komið hefði hljóð úr horni ef t.d. Íslandshreyfingin í­ NV-kjördæmi hefði fengið einn þingmann út á sí­n tæpu tvö prósent en Framsóknarflokkurinn sömuleiðis bara einn út á sí­n tæpu tuttugu.

Frekar en að þrefa um 5%-regluna mætti hverfa aftur til gamla kerfisins – að gera kjördæmakjörinn fulltrúa að skilyrði fyrir uppbótarmönnum, en sameina svo Reykjaví­kurkjördæmin í­ eitt. Kjördæmi með 18-19 kjördæmakjörnum fulltrúum og 3-4 uppbótarmönnum þýddi að þröskuldurinn yrði ekki hár – e.t.v. 4%. Ómar hefði alltaf farið inn með þeim hætti.

En hvernig er það – mun byggðaþróunin verða til þess að breyta þingmannaskipan strax við næstu kosningar? Mig grunar að NV-kjördæmi gæti misst aftur þingmann og farið niður í­ 8 menn. Veit þetta einhver dyggur lesandi – og myndi Reykjaví­k eða SV-kjördæmi hreppa hnossið?

# # # # # # # # # # # # #

Skrúfaði saman eitt stk. IKEA-bókahillu eftir vinnu. Hugmyndin er að reyna að endurheimta gesta/bókaherbergið sem er orðið að risastórri ruslageymslu. E.t.v. fer maður fljótlega að hætta sér þarna inn án þess að hafa rústabjörgunarteymi til taks.

# # # # # # # # # # # # #

Ég var einn af álitsgjöfunum sem tilnefndi Hnakkus sem besta bloggarann. Vonandi verður upphefðin til þess að hann fer að blogga oftar.

Megi Hnakkus buffa Moggabloggið.