Horfði á FRAMstrákana í fjórða flokki tapa í úrslitaleik Íslandsmótsins á Stjörnuvelli á grátlegan hátt. FRAMararnir voru miklu sterkari og hefðu átt að skora 5-6 mörk í venjulegum leiktíma – en gerðu bara eitt. Fylkir náði hins vegar bara einu markverðu skoti sem hitti á rammann – og inn fór það fjórum mínútum eftir að venjulegum leiktíma lauk (í leik þar sem voru engar sýnilegar tafir).
FRAMliðið brotnaði saman og tapaði í framlengingunni. Það voru þung spor í sturtu hjá strákgreyjunum.
Það voru nokkrir fínir spilarar þarna inná. Fylkismarkvörðurinn var helv. góður. Hrifnastur var ég þó með einn í FRAM sem lék í treyju númer fimm. Hann var bæði flinkur og skynsamur. Vonandi eiga einhverjir þessara gutta eftir að skila sér upp í meistaraflokk.