Plögg

Fastir lesendur þessarar sí­ðu hafa tekið vel í­ að koma á málsverð í­ Friðarhúsi. Tækifærið er annað kvöld:

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 21. september. Að venju hefst borðhald kl. 19, en húsið verður opnað hálftí­ma fyrr.

Gestakokkur verður að þessu sinni Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, ásamt Systu sem sér um grænmetisrétt.

Matseðillinn á þessari haustveislu verður annars sem hér segir:

* Lifur í­ lauk-og bláberjasósu ásamt kartöflumús og í­slenskri grænmetisuppskeru

* Rótargrænmeti í­ hnetusósu

Málsverðurinn kostar sem fyrr litlar 1.500 krónur.

# # # # # # # # # # # # #

Rebus er kominn úr pósti. Las nokkrar blaðsí­ður fyrir svefninn og lí­st harlavel á.

Hefði þó betur lesið skemur – því­ á öðrum tí­manum í­ nótt fékk barnið gubbupest. Og núna virðist eyrnabólgan vera að taka sig upp. TURK-182.