Á dag var aðalfundur MS-félagsins. Hann var tíðindalítill, reikningarnir óvenjuilla kynntir og settir upp – sem var algjör óþarfi, ekki hvað síst þar sem tíminn var nógur (reikningsárið var almanaksárið 2006) og algjör óþarfi að fela neitt, því peningastaðan er góð.
Reyndar hef ég prívatkenningu um að frjáls félagasamtök hafi gott af því að vera pínulítið blönk. Ef blankheitin eru ekki of mikil þá virðist það hreinlega geta verið félagslega örvandi að þurfa að horfa í hvern eyri.
Það er orðin hefð í famelíunni að fara út að borða eftir þessa aðalfundi. Á kvöld fórum við á Icelandic Fish and Chips (vont, vont nafn). Þar er allt óskaplega heilnæmt og steikt uppúr spelti. ít ljúffengan steinbít en hefði ekki orðið saddur ef ég hefði ekki þurft að draga barnið að landi. Það er töff að vera mínímalískur í framreiðslunni, en smáslatti af salati hefði gert þetta að meira seðjandi máltíð.
# # # # # # # # # # # # #
Þórey Péturs skammaði mig á fundinum fyrir að blogga of mikið um fótbolta. Það breytir því ekki að ég ætla að nota tækifærið og fagna sigri Skota í dag. Þeir eru nú einu skrefi nær því sögulega afreki að skilja Frakka eða ítali eftir í riðlakeppninni.
Ef Skotland kemst í úrslitin er EM2008 bjargað.
Luton verður í beinni á Sky a mánudagskvöld, gegn Northampton. Það gengur ekki að missa af því.