Spelt

Á dag var aðalfundur MS-félagsins. Hann var tí­ðindalí­till, reikningarnir óvenjuilla kynntir og settir upp – sem var algjör óþarfi, ekki hvað sí­st þar sem tí­minn var nógur (reikningsárið var almanaksárið 2006) og algjör óþarfi að fela neitt, því­ peningastaðan er góð.

Reyndar hef ég prí­vatkenningu um að frjáls félagasamtök hafi gott af því­ að vera pí­nulí­tið blönk. Ef blankheitin eru ekki of mikil þá virðist það hreinlega geta verið félagslega örvandi að þurfa að horfa í­ hvern eyri.

Það er orðin hefð í­ famelí­unni að fara út að borða eftir þessa aðalfundi. Á kvöld fórum við á Icelandic Fish and Chips (vont, vont nafn). Þar er allt óskaplega heilnæmt og steikt uppúr spelti. ít ljúffengan steinbí­t en hefði ekki orðið saddur ef ég hefði ekki þurft að draga barnið að landi. Það er töff að vera mí­ní­malí­skur í­ framreiðslunni, en smáslatti af salati hefði gert þetta að meira seðjandi máltí­ð.

# # # # # # # # # # # # #

Þórey Péturs skammaði mig á fundinum fyrir að blogga of mikið um fótbolta. Það breytir því­ ekki að ég ætla að nota tækifærið og fagna sigri Skota í­ dag. Þeir eru nú einu skrefi nær því­ sögulega afreki að skilja Frakka eða ítali eftir í­ riðlakeppninni.

Ef Skotland kemst í­ úrslitin er EM2008 bjargað.

Luton verður í­ beinni á Sky a mánudagskvöld, gegn Northampton. Það gengur ekki að missa af því­.