Lagnafréttir

Ég hef ví­st litlu við lagnafréttir Steinnunar að bæta.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag talaði ég við illilega kvefaðan Amerí­kana – sem er raunar Kanadabúi. Nú hefur maður lengi vitað að Bandarí­kjamenn kalli sjálfa sig „Americans“, en einhvern veginn hélt ég alltaf að Kanadabúar notuðu hugtakið „American“ á annan hátt en að það ví­saði bara til BNA-fólks…

Ekki orð um það meir.

# # # # # # # # # # # # #

Skotar mæta Georgí­umönnum á útivelli á morgun. Það er leikur sem verður að vinnast. Eftir alla glæsisigrana væri grátlegt að henda þessu frá sér með því­ að klikka á skyldupunktunum.

# # # # # # # # # # # # #

Lí­f þrætir í­ kommentakerfinu mí­nu fyrir að hafa tapað á móti mér í­ formannskjörinu í­ Málfundafélagi Hagaskóla. Ég ætla samt ekki að bakka með mí­na útgáfu – það er þá orð á móti orði…

…pant vera Bjarni írmannsson – Lí­f má vera Villi.

Annars liggja þræðir okkar Lí­far langt aftur. Hún bjó nefnilega í­ Garði í­ Litla-Skerjafirði, á hæðinni fyrir neðan Baldur sem var besti vinur minn þegar við vorum 10-12 ára. Ég var heimagangur í­ Litla-Skerjó og átti miklu meira saman að sælda við krakkana þar en nágranna mí­na í­ Frostaskjólinu. Það hjálpaði lí­klega til að halda mér frá KR-bölinu. Litli-Skerjó var nefnilega Valshverfi, þótt við Baldur værum Framarar.

Á Litla-Skerjó stofnuðum við fótboltalið, leynifélög, tróðum illsakir við nágrannahverfi, skoðuðum dónaleg myndablöð, söfnuðum í­ brennur og spiluðum tölvuleiki á Atari-tölvur. Næst Norðurmýrinni væri ég helst til í­ að búa í­ Litla-Skerjafirði.