Orkumálapólitík nútímalega jafnaðarmannsins

Ég loksins farinn að skilja í­ hverju nútí­maleg jafnaðarmannastefna í­ orkumálum felst. Hún er eitthvað á þessa leið:

Orkuveitur skulu vera í­ „samfélagslegri meirihlutaeign“ – nema í­ þriðja í­ heiminum, þar er best að Hannes Smárason eigi allt draslið…

Á umræðunni um REI og Orkuveituna láta margir eins og að stóra spurningin sé hvort rétt sé að opinber fyrirtæki eins og Orkuveitan standi í­ „áhættufjárfestingum“. Samkvæmt því­ er stóra málið hvort réttlætanlegt sé að fyrirtæki Reykví­kinga taki þátt í­ ævintýri þar sem hægt væri að tapa milljörðum.

Mér finnst þetta vera röng nálgun.

Á mí­num huga er það miklu skárri tilhugsun að Orkuveitan tapi skrilljónum í­ orkuævintýri í­ Suðausturasí­u en hitt – að hún myndi GRÆíA skrilljónir á því­ að braska með orkuveitur í­ þriðja heiminum. Og áður en kverúlantarnir fara að tuða hér í­ athugasemdakerfinu um gildi alþjóðaviðskipta – þá eiga þær gróðahugmyndir sem voru kynntar í­ tengslum við þetta verkefni ekkert skylt við eðlilegar ávöxtunarkröfur.

írmann Reynisson hefði verið dæmdur í­ fangelsi fyrir svona hugmyndir á sí­num tí­ma…