Það er kominn vetur – og undirritaður því farinn að safna skeggi. Er að farast úr kláða og lít út eins og uhyret fra Tasmanien.
Síðan hefur líka fengið breytt útlit. Þetta eru þó ekki byltingarkenndar breytingar. Liturinn í hausnum er orðinn dekkri – og það er komin lærð vísun í undirtitil.
Var hálft í hvoru að spá í að fara í drastískari útlistbreytingar – og reyna að ná aftur andanum frá því að ég var á blogspot-inu í gamla daga og var með vínrauða og bleika útlitið. Það var mjög svalur bakgrunnur.
Kannski næst…
# # # # # # # # # # # # #
Það er kominn aukalegur hvati til að vinna Nottingham Forest í bikarnum eftir rúma viku. Sigurliðið tekur á móti Liverpool í 3ju umferð enska bikarsins – í leik sem allar líkur eru á að kæmist í sjónvarp.
Stóra málið er samt að taka stig gegn Oldham næst – og það helst þrjú stig.
# # # # # # # # # # # # #
Gleymdi að segja frá því um daginn, en feng-shuið í teiknimyndabókaskápnum fokkaðist upp um daginn. Ég átti 254 bækur, sem búið var að færa rök fyrir að væri hin fullkomna tala. ílpaðist hins vegar til að kaupa ístrík og falsspámanninn, rifið eintak af Tuttugustu riddaraliðssveitinni, Viggóbók nr. 6 og „Háskaþrennuna“, sem er drasl-stæling af Charlie´s Angels.
Ég gæti mögulega grisjað um fjögur eintök á móti þessu með því að losa mig við nokkur tvítök á móti – enda augljóslega æskilegt að hafa feng-shui í teiknimyndasöguskápnum.
# # # # # # # # # # # # #
Barnið lét okkur slökkva á Pú og Pa, þegar einhver skuggaleg persóna birtist á skjánum. Er hægt að vera með meira músarhjarta?
# # # # # # # # # # # # #
Hið ömurlega slys í Keflavík hefur leitað á huga manns um helgina. Á síðasta foreldrafundi í Sólhlíð, leikskóla Ólínu kom fram að í lok dags er stíf og hröð gegnumstreymisumferð um götuna fyrir framan leikskólann. Þegar umferðarteppurnar byrja að myndast á Miklubrautinni, stytta alltaf einhverjir sér leið í gegnum Hlíðahverfið, m.a. Enginhlíðina og eru þá orðnir pirraðir og draga því ekki úr hraðanum. Þetta skapar stórhættu á sama tíma og foreldrar eru að sækja krakkana á leikskólann síðdegis. Ef þau missa takið á grísunum í augnablik eru þau hlaupin út á götu og þar koma bílar á alltof mikilli ferð í skammdeginu.
íbúarnir í hverfinu, stjórnendur leikskólans og foreldrarnir eru búin að kvarta undan þessu nokkrum sinnum og heimta hraðahindranir og mögulega aðrar ráðstafanir. Það hefur aldrei neinu skilað.
Það á ekki að þurfa slys til að svona hlutum sé kippt í liðinn. Hraðahindrun í Engihlíðina strax!
(Ætti ég kannski að gera þetta að hinu nýja slagorði síðunnar – eins og Moggabloggsbölbænirnar voru áður? Það virkaði amk. helv. vel…)