Bjarni skuldar kirkjunni

Einhverjir bloggarar virðast furða sig á þeim viðhorfum sem Bjarni Harðarson reifar í­ þessum pistli. Ekki er ég hissa – enda stendur Bjarni í­ þakkarskuld við Þjóðkirkjuna.

Fyrir nokkrum misserum var hann nefnilega ein aðalsprautan í­ að koma á laggirnar Draugasetri á Stokkseyri – bráðskemmtilegri sýningu tengdri í­slenskri þjóðtrú.

Biskupinn ærðist yfir tiltækinu – ekki hvað sí­st þegar spurðist að þjóðkirkjuprestur hefði tekið að sér smáhlutverk í­ myndbroti sem varpað er upp á sýningunni. Hann mætti í­ viðtöl og tók hluta af stólræðu í­ að fordæma draugasetrið og þau skaðvænlegu áhrif sem það hefði á sálarheill Íslendinga.

Þetta var fyrsta klassa auglýsing – og áhrifameiri en margra milljóna auglýsingaherferð. Svo auðvitað er Bjarni þakklátur Þjóðkirkjunni…