Sam Sloan er mögulega frægasti brjálæðingur Internetsins. Heimasíða hans, Ishipress.com, hefur um árabil verið frábær heimild um hugarheim manns með þráhyggju og furðulega blöndu af snilli og brjálsemi.
Þar sem Sloan er bæði Íslandsvinur og skákáhugamaður átti ég von á skrifum um Bobby Fischer á síðunni hans. Á ljós kom að Sloan er um þessar mundir í málarekstri gegn hinni kunnu skákkonu Susan Polgar – sem hann virðist saka um að hafa skráð sig á fjölda klámrása á netinu og sent hvers kyns dónaskap inn á umræðupóstlista skákmanna í sínu nafni.
Þegar Sam Sloan deyr vil ég að hann verði grafinn á Þingvöllum.