Georgium sidus

Á dag er merkisdagur fyrir stjörnufræðiáhugamenn. Það var á þessum degi árið 1781 sem William Herschel uppgötvaði með stjörnusjónaukanum sí­num nokkuð sem hann taldi í­ fyrstu að væri fjarlæg halastjarna, en sá sí­ðar að hlyti að vera ný reikistjarna.

Pláneta Georgs (hins þriðja – konungs Breta) var tillaga Herchsels að nafni þessarar nýju plánetu. Meginlandsbúar vildu hins vegar ekki púkka upp á enskan kóng og vildu halda sig við goðafræðinöfnin. Úranus var því­ nafnið sem festist í­ sessi.

Eitthvað segir mér að þessi kvikmynd dragi ekki upp raunsanna mynd af lí­finu á Úranusi.

# # # # # # # # # # # # #

Og já – meðan ég man.

Allir góðir menn mæta á Ingólfstorg kl. 13 á laugardaginn á alþjóðlegan aðgerðadag gegn strí­ðinu í­ írak. Allt um það hér.