Nýi bjórinn – Skjálfti – var prófaður í kvöld. Hann er þokkalegur, en verður varla keyptur hér í stórum stíl. Það vantar aðeins sætari tóna í bragðið.
# # # # # # # # # # # # # #
Á útvarpinu í dag heyrði ég Arnar Eggert gefa nýju Nick Cave-plötunni fullt hús stiga og kalla hana meistarastykki. Þá er bara að fara í næstu plötubúð.
# # # # # # # # # # # # # #
Það er alltaf antiklímax þegar lið nær að vinna upp mikinn mun á hetjulegan hátt, en steinliggur svo í bráðabana. Synd – ég var farinn að hlakka til að sjá í fyrsta sinn í sögunni sigurlið í GB með stúlkur innanborðs.