Af vettvangi baráttunnar

Lesendur þessarar sí­ðu bí­ða eflaust með öndina í­ hálsinum að frétta meira af því­ hvernig barninu gengur að kljást við snudduleysið.

Hún þraukar. Enn hefur hún ekki kvartað eða beðið um að fá snuðið á nýjan leik – og er þrælmontin yfir þessu í­ leikskólanum.

En það gengur hægar að sofna á kvöldin og hún kveinkar sér þegar hún rumskar á nóttunni.  Þetta er samt allt á réttri leið.