Fékk til yfirlestrar bækling sem á að fara í prentun á næstu dögum. Á öftustu opnunni er gert ráð fyrir heilli síðu með auðum línum og yfirskriftinni: „Til minnis“.
Er hægt að hugsa sér slappari reddingu í umbrotsvinnu?
Skyldi það nokkru sinni í sögu mannsandans hafa gerst á undirbúningsstigi blaðs eða bókar að einhver í ritstjórninni hafi sagt: „Hey, svo verðum við endilega að hafa 1-3 línustrikaðar síður aftast – þar sem fólk getur sjálft punktað hjá sér athugasemdir! – Það kemur sér alltaf svo vel.“