Lækjargötuhótelið

Það verður landhreinsun að losna við Glitnis-húsið við Lækjargötu, eins og boðað hefur verið. Var þetta ekki Iðnaðarbankaútibú upphaflega?  Hótelið sem þarna á að rí­sa virðist ekki ósnoturt.

Mig minnir að fyrst hafi verið farið að ræða um niðurrifið fyrir mörgum árum, þegar Glitnir – þá Íslandsbanki – ætlaði að reisa höfuðstöðvar á reitnum. Sí­ðar varð Kirkjusandur fyrir valinu og áætlanirnar lagðar á hliðina.

Meðan Íslandsbanki leit ennþá á Lækjargötudeildina sem eina af höfuðstöðvum starfemi sinnar, voru bí­lastæðamálin stór hausverkur. Þá kom upp sú hugmynd að bankinn reisti bí­lakjallara undir flötinni fyrir framan Menntaskólann í­ Reykjaví­k. Lóðin tilheyrir ví­st skólanum, en allir vita að þar verður aldrei byggt… ofanjarðar. Öðru máli gegnir um bí­lakjallara sem koma mætti fyrir undir grasfötinni.

Þegar ég sat í­ skólanefnd MR sem nemendafulltrúi veturinn 1994-95, var Guðni heitinn Guðmundsson mjög áfram um að leyfa bankanum að reisa mannvirkið, gegn því­ að fá ákveðinn hluta bí­lastæðanna fyrir skólann sem og möguleika á geymslurými og öðru slí­ku sem gagnast gæti við reksturinn.

Sí­ðar – þegar deilt var um bí­lastæðakjallara sem bí­lastæðasjóður vildi reisa undir Tjörninni, reyndi ég að rifja upp þessa gömlu hugmynd. Hún fékkst aðeins rædd í­ fjölmiðlum og fékk góðar undirtektir. Þegar Tjarnarkjallarinn var sleginn af missti Bí­lastæðasjóður hins vegar áhugann á svæðinu og MR-flötin var aldrei könnuð fyrir alvöru.

Nú er spurning hvort hótelframkvæmdin kallar á róttækar lausnir í­ bí­lastæðamálum? Er e.t.v. tí­mabært að dusta rykið af gömlu MR-hugmyndunum? Þarna mætti ná djúpum bí­lakjallara með mun auðveldari hætti en ví­ðast hvar annars staðar í­ miðbænum. Ég þykist sömuleiðis vita að rektor væri samningalipur ef skólanum væru tryggð nokkur stæði til að létta aðeins á erfiðum bí­lastæðavandamálum MR-inga.