Beðið eftir Godot
Nei, ekki eftir Godot – heldur flensunni. Og munurinn á bið minni og flækinganna tveggja í verki Beckets er sá að ég get verið nokkuð viss um að stefnumótið haldi.
Hvernig get ég verið svo viss um það að fá flensuna? Er ég farinn að kenna mér meins? Hausinn þungur, hitavella og magakveisa? Neibbs. Hins vegar kenni ég börnum og dag eftir dag mæta þau hingað í Rafheima og tilkynna mér að frá þriðjungi og upp í helming hópsins liggi heima með flensuna. Það má þá líklega reikna með 3-4 pestarberum í hverjum hóp. Og ofan í þessu er maður að snuddast hvern einasta morgunn að kenna þeim að raðtengja – hliðtengja og koma græjum í gang. – Ó hvað það verður leiðinlegt að veikjast, einkum þar sem ég dett yfirleitt niður í svo mikla sjálfsvorkunn þegar svo stendur á.
íhm