Kreppur eru ömurlegar. Fullt af fólki fær á baukinn og tapar miklu fé. Sumir geta samt farið vel út úr kreppum…Knattspyrnufélagið Fram er að draga langa stráið í núverandi kreppu. Samningur þess við Reykjavíkurborg um uppbyggingu í Úlfarsárdal var gerður í blússandi góðæri síðasta vor. Allar tölur í samningnum tóku mið af því og dagsetningar sömuleiðis.Svo kom kreppa og Fram fór í útboð – og viti menn, útkomurnar úr útboðunum eru bara helvíti góðar.Kreppan hægir líka aðeins á byggingarhraðanum uppfrá í íbúðabyggð, sem var farin að vera aðeins of ör fyrir okkur Framara. Markmið okkar er að aðstaðan verði tilbúin áður en íbúarnir koma í hverfið.Þetta gæti varla verið passlegra… og Seðlabankastjóri er jú Framari…Â