Alltaf finnst mér jafnskrítið þegar sama fólk og talar fyrir auknum persónukosningum og hversu slæmt sé að binda sig á klafa stjórnmálaflokka – hneykslast síðan á Kristni H. Gunnarssyni og hristir hausinn yfir því hvað hann rekist illa í flokki.
Kristinn H. Gunnarsson er ekki við allra skap, en þó óumdeilanlega einn af aðsópsmestu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Hann er sá Alþingismaður sem er næst því að vera „persónukjörinn“. Það er helst að Ólafur F. Magnússon komist næst honum í að sækja stuðning sinn milliliðalaust til kjósenda. Ætli það megi ekki segja að þeir félagar hafi báðir verið kjörnir út á eigin vinsældir ÞRíTT FYRIR flokkstengslin en ekki vegna þeirra.
Það er því líklega óhætt að ganga út frá því sem vísu að með kosningareglum sem gæfu kost á auknu persónukjöri myndi fjölga verulega pólitíkusum á borð við Kristinn H. Gunnarsson og Ólaf F. Magnússon á þingi og í sveitarstjórnum.
Sem er líklega bara hið besta mál?