Formannsefni

Sigmundur Daví­ð Gunnlaugsson gefur kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Það eru óvæntar fréttir.

Við Sigmundur erum samstúdentar. Ekki get ég nú sagt að við þekkjumst ýkjamikið, en eigum þó allnokkra sameiginlega vini og kunningja. Sigmundur lagði sig lí­ka talsvert eftir ræðumennsku þegar ég var hvað mest að vafstrast í­ slí­ku. Á þeim árum voru tvennar einstaklingsræðukeppnir í­ MR, auk keppni milli bekkjardeilda. Á einni slí­kri fór Sigmundur með sigur af hólmi og fékk að mig minnir bikar og fí­nan titil – gott ef ég þurfti ekki að sætta mig við annað sætið og var hundfúll.

Ég held að það sé samdóma álit fólks að Sigmundur sé hinn mesti ljúflingur og prýðisvel gefinn. En hann hefur ekkert í­ það að gera að verða formaður í­ stjórnmálaflokki. Til þess skortir hann alla reynslu.

Hugmyndin er álí­ka fráleit og ef einhverjum dytti í­ hug að dubba mig upp sem formann VG næsta haust.

(Með þessu er ég þó alls ekki að segja að mótframbjóðendur Sigmundar séu félegri kandí­datar…)