Gríman

Eva Hauksdóttir upplýsir að hún sé að hanna grí­mu sem hún hyggist bera eftirleiðis við mótmæli. Fyrir því­ færir hún þrenn rök:

i) Að með því­ að vera ógrí­muklædd dragi hún athygli frá mótmælunum og að boðskapurinn geti misskilist

ii) Að hún verði að gæta að öryggi sí­nu og þeirra sem henni eru nákomnir

iii) Að hún búi í­ eftirlitssamfélagi, þar sem fólk sé látið gjalda fyrir skoðanir sí­nar

Þetta er málefnaleg færsla hjá Evu og ákvörðunin hefur örugglega ekki verið einföld. Sjálfur hefði ég þó kosið að Eva hefði látið grí­muna eiga sig.

Ég er sammála rökpunktum 2 og 3. Það er staðreynd að í­ þjóðfélaginu okkar hefur fólk alltof oft þurft að gjalda fyrir pólití­ska þátttöku sí­na. Þótt sumir í­ hópi róttæklinga taki því­ eins og hverju öðru hundsbiti að vera myndaðir í­ bak og fyrir (mig grunar að löggan á Hverfisgötu eigi fleiri ljósmyndir af mér en fjölskyldualbúmin á Mánagötu) – þá er það í­ raun ólí­ðandi.

Rökpunkt 1 get ég hins vegar ekki fallist á. Vandinn við grí­muna er nefnilega að hún dregur að sér alla athyglina – svo mjög að það er lí­tið eða ekkert eftir fyrir málstaðinn. Ég get ekki horft á viðtal við grí­muklæddan einstakling án þess að hugur minn beinist fyrst og fremst að grí­munni. Boðskapurinn er í­ algjöru aukasæti.

Um daginn var ég staddur í­ biðröð í­ verslun. Hópur kraftalegra pólskra karlmanna var að kaupa inn. Þeir stóðu í­Â  röð með kerrur, klæddir í­ leðurjakka. Það var skí­takuldi úti og einn í­ hópnum hafði því­ með sér haganlega flí­k – lambhúshettu.

Hann var búinn að borga og bjó sig svo undir að fara út og skellti hettunni á hausinn. Þá skipti hann um skoðun og ákvað að kaupa lí­ka sí­garettur af tiltekinni tegund. Hún var ekki til á kassanum, það þurfti að kalla til aðra afgreiðslukonu til að ná í­ hana í­ læsta kompu við hliðina á afgreiðslukössunum. Þegar til átti að koma var hún ekki með réttan lykil og þurfti að ná í­ annan starfsmann.

Meðan á þessu stóð var kraftalegur maður í­ leðurjakka með lambhúshettu á höfðinu að kalla eitthvað á bjagaðri í­slensku um að hann vildi sí­garettur og starfsfólkið hljóp stressað fram og til baka. Allt fraus í­ versluninni – lí­ka á öllum hinum kössununum. Enginn gat tekið augun af manninum með lambhúshettuna. Þetta voru mjög þrúgandi sekúndur/mí­nútur. Engum leið vel. Allir hugsuðu það sama – hvað ef maðurinn stæði hér með haglara?

Vandinn er að grí­ma beinir athyglinni Aí persónunni sem talar (en ekki boðskapnum) í­ stað þess að beina henni FRÁ henni eins og Eva vonast til.

Þess vegna vonast ég til að hún standi ekki við færsluna. Ég held nefnilega að það sé miklu hollara fyrir þjóðina að sjá að bak við aðgerðirnar stendur ekkert illfygli – heldur agnarlí­til og vinaleg norn.

# # # # # # # # # # # # # # # #

Ótengd (og fáránlega óviðeigandi spurning í­ ljósi skrifanna hér að ofan): Hvar get ég keypt Soda-Stream tæki?

# # # # # # # # # # # # # # # #

Aftur að mótmælum:  Lesið þessa færslu á Friðarvefnum.

Og úr því­ að þið eruð að álpast inn á friðarvefinn – skráið þá netfangið ykkar á póstlistann (neðst á valstikunni vinstra megin). Þá fáið þið allar fregnir af starfinu okkar í­ SHA.

Jájá.