Stóra núllið

Stóra núllinu er náð. Eftir að hafa leikið helming leikjanna og einum betur, er Luton komið upp í­ núll stig.

Gerðum jafntefli í­ kvöld gegn Chester á útivelli, 2:2. Þetta er áttundi leikurinn í­ röð án taps í­ deildinni… vandamálið er að nánast allir þessir leikir hafa endað með jafntefli, sem hefur lí­tið að segja í­ fallbaráttu.

Þá er bara að gera betur gegn Darlington í­ næsta leik… Þangað mæta allir góðir menn!

# # # # # # # # # # # # #

Ég ætla ekkert að blogga um annað keppniskvöld Gettu betur. Hlustaði ekki á keppnina, þar sem ég var á Neshaganum að fara í­ gegnum bókaskápana í­ dánarbúi afa og ömmu.

Bókasafnið þeirra er að mestu laust við dýrgripi, en þar er lí­ka sáralí­tið af rusli. Merkilegustu bækurnar eru væntanlega ýmis ljóðakver úr fórum skáldkonunnar, Ingibjargar langömmu. Mörg hver árituð persónulega.

Skemmtilegast fannst mér þó að rekast á eintak af Hvalasögu Kjarvals, áritað til langafa og langömmu. Ekki vissi ég að sú bók væri til í­ safninu og hef þó skoðað það býsna vel…