Einar í Betel
Fyrir löngu síðan var írmann að taka til á skrifstofunni sinni í írnagarði og ákvað þá að gefa bækur sem hann taldi sig ekki myndu hafa not fyrir. Ég lét glepjast og hirti svona 7-8 bækur. Undanfarna daga hef ég loksins haft mig í að glugga í eina þessara bóka. Það er bókin „kallari Orðsins“ eftir Pétur Pétursson en hún er í senn saga Hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi og saga Einars J. Gíslasonar sem var prímusmótor í Betel í Vestmannaeyjum og Fíladelfíu í Reykjavík.
Þetta reyndist stórfróðleg lesning og mikil og áhugaverð saga sem þarna er undir. Fáir hefðu getað fjallað um efnið á þann hátt sem Pétur gerir. Hann er ekki Hvítasunnumaður en ber greinilega mikla virðingu fyrir viðfangsefni sínu – virðingu sem trúvillingur eins og ég gæti t.d. seint kallað fram.
Ég er ætti líklega að skipta um stefnu varðandi bókaval. Mér finnst ég nefnilega læra mest af því að lesa bækur sem fjalla utan þess sem ég myndi skilgreina sem „áhugasvið mitt“. Þannig pæli ég mig í gegnum tæknisögudoðranta eftir fína og flotta karla, en finnst ég þó litlu nær. Á hinn bóginn eru það einmitt bækur eins og þessi um Hvítasunnuhreyfinguna sem fá mig til að hugsa. Þetta er enn ein sönnun þess hvað sérhæfing er af hinu illa.
* * *
Luton endaði í 9da sæti, langt frá því að komast í umspil. Miðað við þá siglingu sem liðið var komið á um tíma eru þetta svekkjandi niðurstöður, en ég minni mig þó að að það hefur margsannast að það er ekki gott að fara upp um deild tvö ár í röð. Búið er að kynna nýjan búning fyrir næsta ár og óvæntu tíðindin eru þau að appelsínuguli liturinn, sem minnti helst á gangbrautarverði, fær frí að þessu sinni. Nýju búningana má sjá hér. Ég er nú dálítið svag fyrir þessum búningum…
Hearts hefði getað klárað baráttuna um Evrópusætið en tapaði um helgina. Skiptir ekki miklu, þetta er enn í þeirra höndum.
Missi af tveimur fyrstu Framleikjum tímabilsins vegna sumarbústaðaferðarinnar í maí. Fylkir úti í 1. umferð og svo bikarleikur þar sem ungmennaliðið spilar við ungmennalið Grindavíkur suður með sjó. Svekkjandi? Tja, það er nú ekki eins og fyrsta umferðin hafi reynst happasæl til þessa…