Þorrabjórinn frá Ölvisholti ber nafnið Mungát. Þetta er óvenjulegur íslenskur bjór að því leyti að hann er ósíaður og þess vegna eins og eilítið gruggugur.
Þetta er fínasti bjór og sjálfsagt að hvetja fólk til að kaupa hann.
Það er alveg frábært að fylgjast með því hvað litlu brugghúsin eru að standa sig vel. Ætli bjórkaup mín í ríkinu skiptist ekki nokkurn veginn á þá leið að 90% séu íslensk, 10% erlend. Fyrir 4-5 árum voru hlutföllin akkúrat á hinn veginn.